Gagnamiðuð tækni
Mentis Cura
Mentis Cura er greiningarhugbúnaðarfyrirtæki sem notar vélnám til að greina sjúkdóma í miðtaugakerfi, svo sem heilabilun og ADHD. Mentis Cura leitaði til okkar þar sem það taldi þörf á nýjum vef sem myndi bæði nýtast til markaðssetningar og ekki síður við að efla dreifingarkerfi fyrirtækisins.
Markmið
Við vildum hanna notandavænt vefsvæði þar sem áherslan er fyrst og fremst lögð á að sýna og útskýra tækni fyrirtækisins, enda um tækni- og nýsköpunarfyrirtæki að ræða. Leiðarstefið í vefhönnuninni var því að draga fram tækni- og nýsköpunarþættina. Ekki spillti fyrir að markaðsdeild fyrirtækisins gaf okkur frekar frjálsar hendur í litavali og heildaryfirbragði vefsvæðisins.
React
A JavaScript library for building user interfaces
Prismic
Headless vefumsjónarkerfi
Typescript
Typed superset of Javascript
Next
The React Framework