Verkefnið
Alvotech þróar og framleiðir samheitalíftæknilyf í hæsta gæðaflokki, lyf sem glæða vonir og batahorfur fólks sem þjáist af margvíslegum alvarlegum sjúkdómum. Í stuttu máli sagt vantaði Alvotech markaðsvef, bæði til að sýna það það mikilvæga starf sem fyrirtækið vinnur og til að vekja athygli á fyrirtækinu sem spennandi vinnustað.
Það sem við notuðum
Prismic
Headless vefumsjónarkerfi
Next
The React Framework
Typescript
Typed superset of Javascript
Vercel
Front-end hosting platform
Markmið
Við vildum búa til vefsvæði sem sýnir tæknina sem Alvotech býr yfir og fólkið sem þar starfar og því er síðan hlaðin ljósmyndum sem sýna vísindamenn fyrirtækisins að störfum. Hvað praktísku hliðina varðar, þá lögðum við áherslu á að síðan væri sem sjálfbærust og því settum við saman verkfæra- og þjónustusett sem starfsfólk Alvotech getur notað til að uppfæra og viðhalda síðunni eftir þörfum án aðstoðar.