Óbyggðirnar kalla

Mink Campers

Verkefni

Verkefnið

Mink Campers eru hjólhýsi innblásin af norrænni hönnun og búin öllu því sem þarf í útileguna. Hönnunin er glæsileg á að líta og við vildum að vefsvæði Mink Campers endurspeglaði það. Við höfðum mikinn metnað fyrir verkefninu og vorum uppfull af hugmyndum. Ætlun okkar var að fanga lögun hjólhýsisins í útliti og viðmóti síðunnar, auk þess að vísa til náttúrunnar.

Það sem við notuðum

Prismic logo

Prismic

Headless vefumsjónarkerfi

React logo

React

A JavaScript library for building user interfaces

Next logo

Next

The React Framework

Figma logo

Figma

Figma: About

Typescript logo

Typescript

Typed superset of Javascript

Vercel logo

Vercel

Front-end hosting platform

SASS logo

SASS

CSS Pre-processor

GraphQL logo

GraphQL

Data query and manipulation language for APIs

Markmið okkar

Markmið okkar var að búa til notendavæna vefsíðu sem er jafn skemmtileg og varan sjálf og þar sem lokamarkmiðið er að viðskiptavinir láti heillast og panti sér Mink-hjólhýsi. Upplifun notenda þarf að vera eins og best verður á kosið, allt þarf að vera sem aðgengilegast og viðskiptavinir ættu að geta pantað sérsniðið Mink-hjólhýsi án fyrirhafnar eða vandræða.

Tækni

Vefsvæði Mink Campers er knúið með Next.js og Prismic, sem í sameiningu skila miklum afköstum, möguleika á örri þróun eiginleika og, það sem mest er um vert, gera vefstjórum kleift að búa til vandaðar markaðssíður án fyrirhafnar.

Á meðal tæknilegra áskorana var að sýna söluaðila Mink um heim allan á gagnvirkan og líflegan hátt. Við leystum það með því að búa til þrívíddarhnött sem notendur geta ferðast um og snúið. Upplifunin er knúin með Three.js og WebGL og upplýsingar um staðsetningu umboða eru fengnar með gögnum frá Headless CMS-kerfinu Prismic.

Útkoma

Virkilega einföld og áferðarfalleg síða sem rímar við vöruna og vekur óbyggðaþrá hjá öllum gestum.

Næsta verkefni

Viðburðarstjórnun

Corsa

Skoða verkefni