Corsa verður til
Kodo hefur unnið fyrir Corsa til að útbúa nútímalegt viðburðarstjórnunarkerfi sem er einstaklega auðvelt og skilvirkt í notkun. Kodo kom að verkefninu með ráðgjöf um val á tækni, hönnun, hugbúnaðarþróun og mörkun vörumerkisins. Corsa er þegar komið í notkun fyrir fjölmarga íþróttaviðburði, þar á meðal Reykjavíkurmaraþonið sem er stærsti hlaupaviðburður á Íslandi.
Það sem við notuðum
Serverless
Serverless: About
Prisma
Prisma: About
GraphQL
Data query and manipulation language for APIs
React
A JavaScript library for building user interfaces
Next
The React Framework
Typescript
Typed superset of Javascript
Vercel
Front-end hosting platform
Figma
Figma: About
Viðburðarstjórnunarkerfi
Einn mikilvægasti þáttur þessa verkefnis var að útbúa notendavænt viðmót fyrir skipuleggjendur til að halda utan um viðburði og skráningar. Skipuleggjendur eru með gott yfirlit yfir sína viðburði til viðbótar við ýmsa möguleika eins og vefverslun til að hámarka tekjur sínar af viðburðarhaldi.
Skráning í viðburði
Allir opnir viðburðir eru aðgengilegir frá yfirlitssíðu Corsa þar sem er auðvelt fyrir notendur að skrá sig. Skipuleggjendur viðburða geta notað sína liti og merki sem tilheyrir viðburðinum og haldið þannig samræmdri upplifun við eigið vörumerki. Skráning í viðburði er einföld fyrir öll snjalltæki sem koma inn á vefinn.
Vörumerki
Merki Corsa sýnir hreyfingu og má finna á ýmsum stöðum í hönnun vörunnar og vörumerkisins. Einfalt en stílhreint merki sem gefur möguleika á fjölbreyttri notkun fyrir vörur Corsa. Orðið Corsa kemur úr ítölsku og þýðir hlaup eða keppni.