Netverslun

Reykjafell

Verkefni

Verkefnið

Reykjafell er framsækið og metnaðarfullt fyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir á sviði raf- og lýsingarbúnaðar á fyrirtækjamarkaði. Verkefnið var unnið með Róberti Einarssyni vefhönnuði.

Það sem við notuðum

Prismic logo

Prismic

Headless vefumsjónarkerfi

Next logo

Next

The React Framework

Microsoft Dynamics 365 Business Central logo

Microsoft Dynamics 365 Business Central

Navision: About

Integrator logo

Integrator

Integrator: About

Typescript logo

Typescript

Typed superset of Javascript

Vercel logo

Vercel

Front-end hosting platform

Algolia logo

Algolia

Algolia: About

GraphQL logo

GraphQL

Data query and manipulation language for APIs

Markmið

Markmið okkar var að gera vef sem sýnir allar þær margvíslegu lausnir sem Reykjafell býður á sviði raf- og lýsingarbúnaðar, auk þess að bæta verslunarupplifun viðskiptavina.

Gott notendaviðmót, áreiðanleiki og afköst voru á meðal helstu markmiðanna. Auk þess var innleiddur heildari sem uppfærir upplýsingar um birgðastöðu í rauntíma til að gefa viðskiptavinum nákvæmt yfirlit yfir þær vörur sem eru fáanlegar hverju sinni.

Við tókum vefsvæði, vefverslun og viðskiptavinakerfi (Mínar síður) Reykjafells í gegn í samstarfi við Róbert Einarsson. Með því að notast við Headless CMS-kerfið Prismic gerum við vefstjórum Reykjafells kleift að búa til innihaldsríkar og áferðarfagrar markaðssíður þar sem auðvelt er að innleiða vörurnar sem standa til boða. Nútímaviðskiptaumhverfi útheimtir sveigjanlegan vef, ekki síst þar sem stór hluti viðskiptavinahópsins þarf að notast við snjallsíma eða spjaldtölvu til að leita og panta á ferðinni.

Tækni

Reykjafell er knúið með Next.js og Prismic. Það er blanda sem skilar miklum afköstum og kemur sér vel fyrir verkefni eins og þetta, sem er í stöðugri og örri þróun.

Mikið magn upplýsinga kemur saman í framendanum m.a. í gegnum tólið Integrator sem uppfærir upplýsingar um birgðastöðu í rauntíma frá Microsoft Dynamics 365. Að lokum er notuð hröð og sveigjanleg vöruleit stýrt af Algolia.

Útkoma

Framúrskarandi ný vefverslun með fyrsta flokks leitareiginleika sem er tengdur við kerfi sem sýnir birgðastöðu í rauntíma. Vefsvæðið setur ný viðmið fyrir alla sem ætla að stunda netviðskipti af einhverri alvöru. Vefsvæðinu var hleypt af stokkunum eftir vandlegan undirbúning, sem skilaði sér í nær hnökralausum fyrsta söludegi og stóraukinni sölu.

Næsta verkefni

Tölvuleikur

Kards

Skoða verkefni